Fyrirtækið GeoSilica sem tveir nemendur tæknifræðináms Keilis stofnuðu hlaut á dögunum styrk úr Tækniþróunarsjóði.
Fyrirtækið GeoSilica, sem Fida Muhammed Abu Libdeh og Burkni Pálsson stofnuðu út frá lokaverkefnum sínum í tæknifræðinámi Keilis, hlaut á dögunum styrk úr Tækniþróunarsjóði Rannís. GeoSilica vinnur hágæða kísilafurðir úr affallsvatni frá jarðvarmavirkjunum.
Verkefnið fjallar um mögulega nýtingu á kísil frá Reykjanesvirkjun til framleiðslu á heilsuvörum enn fremur mögulega sótthreinsandi virkni hans á mismunandi gerla og sveppi. Kísill og jarðsjór eru mjög áhugaverð efni og á Íslandi höfum við nóg af þeim. Mögulega væri hægt að framleiða um 8.500 tonn á ári af kísli úr um 350 l/s af efnaríkum jarðsjó, sem í dag rennur til sjávar og er ekki nýttur.
Nánari upplýsingar um lokaverkefnin má finna hér: Lokaverkefni Fidu og Lokaverkefni Burkna