Fara í efni

Þrefaldur lestrarhraði

Fulltrúar Keilis og Hraðlestrarskólans
Fulltrúar Keilis og Hraðlestrarskólans
Keilir og Hraðlestrarskólinn hafa gert með sér samstarfssamning.  Keilir og Hraðlestrarskólinn hafa gert með sér samstarfssamning. 

Markmið þess er að færa nemendum Keilis í hendur þau vopn sem best duga við lærdóminn: Hraðari lestur, betri tímastjórn og glósutækni. Í samstarfi þessara aðila var gerð tilraun s.l. vor með um 20 nemendur á stuttu hraðlestrarnámskeiði. Að meðaltali jók hópurinn lestrarhraða sinn þrefalt en dæmi var um sjöföldun á lestrarhraða. Þá óx lesskilningur til muna eða almennt um 20%.

Fólk, sem er að hefja nám, fær vart betra vopn í hendur en að auka lestrarhraða og lesskilning. Hraðlestrarskólinn hefur á undanförnum árum náð undraverðum árangri á því sviði. Keilir vill nýta þá reynslu og bjóða nemendum sínum að nýta hana. Fyrir vikið ættu nemendur Keilis að koma enn sterkari út. Námsmannasetrið mun síðan halda úti mikilli þjónustu á skólaárinu, vikulegur æfingatími út önnina, sérstök námstækninámskeið ásamt þjónustu stuðningsfulltrúa þrisvar í viku.

Keilir telur að samstarf þetta muni hækka þjónustu við nemendur sína enn frekar. Markmiðið er að þrefalda lestrarhraða nemenda sinna að meðaltali og búa þá þannig sterkari fyrir frekara nám og störf. Frekari upplýsingar má sjá á slóðinni: www.hradlestrarskolinn.is/keilir

Á myndinni má sjá fulltrúa Keilis og Hraðlestrarskólans í tilefni þessa merka samstarfs.