Vegna hertra sóttvarnarráðstafanna verður öllu skólahúsnæði Keilis, Menntaskólans á Ásbrú og Flugakademíu Íslands lokað frá og með fimmtudeginum 25. mars og færist öll kennsla á vegum skólans yfir í fjarnám um leið.
Við erum vel í stakk búin til þess að takast á við þessar breytingar og munu allir leggjast á eitt til þess að tryggja góða þjónustu við nemendur okkar á meðan á þessari tímabundnu ráðstöfun stendur. Keilir mun efla upplýsingaflæði til kennara og nemenda eins og frekast er kostur og bið ég ykkur að fylgjast vel með tilkynningum á heimasíðu skólans, tölvupóstum og skilaboðum á samskiptamiðlum.
Hjá Keili starfar frábær hópur kennara og starfsfólks sem mun gera sitt allra besta við þessar aðstæður.
Ég vil hvetja nemendur okkar til dáða í fjarnáminu og óska þeim góðs gengis.
Upplýsingasíða ráðuneytisins um áhrif sóttvarnaráðstafana á skólastarf: mrn.is/skolastarf
Jóhann Friðrik Friðriksson,
framkvæmdastjóri Keilis