03.06.2011
Í haust hefst hjá Keili ný námsbraut í nýsköpun og skapandi verkefna- og viðburðastjórnun en meðfram bóklegu námi vinna
nemendur í hópum við raunveruleg verkefni og viðburði fyrir samstarfsfyrirtæki Trompsins.
Í haust hefst hjá Keili ný námsbraut í nýsköpun og skapandi verkefna- og viðburðastjórnun en meðfram bóklegu námi vinna nemendur í hópum við raunveruleg verkefni og viðburði fyrir samstarfsfyrirtæki Trompsins. Í tilkynningu um námið segir að í lok verkefnanna verði farið yfir árangur með viðkomandi fyrirtækjum og hópi fólks úr atvinnulífinu. Markmiðið með verkefnunum er að veita nemendum tækifæri til að setja fræðilegt nám í raunverulegt samhengi og prófa hlutina á eigin skinni og læra þannig af mistökum. Þannig öðlast nemendur heilmikla praktíska reynslu á meðan á náminu stendur. Námið er diplómanám sem kennt er á þremur önnum.
Nánari upplýsingar um námið á heimasíðu Trompsins (www.tromp.is) og á Facebook
(www.facebook.com/trompid).