Fara í efni

Umhverfisstefna Keilis

Keilir hefur umhverfismál á stefnuskrá sinni, með sjálfbæra þróun og vernd umhverfisins að leiðarljósi. Þannig mætir Keilir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða.

Í skólanum starfar umhverfisnefnd og lögð er áhersla á að skólinn setji sér skýr markmið í umhverfismálum. Umhverfisstefnan og framkvæmd hennar er liður í daglegu starfi Keilis til að draga úr álagi á umhverfið, auka gæði og vekja áhuga á innra umhverfisstarfi. Stefnan tekur til allrar starfsemi Keilis þar með talið mötuneytis og ræstinga og á einnig við um innkaup, vinnuumhverfi, notkun auðlinda og meðferð efna og úrgangs.

Keilir er Skóli á grænni grein og stefnir að því að flagga grænfána Landverndar innan fárra ára. Nánari upplýsingar um umhverfisstefnu Keilis má nálgast hérna.