Keilir - Flugskóli Íslands býður upp á einka- og atvinnuflugmannsnám í einum öflugasta flugskóla á Norðurlöndunum.
Hægt er að sækja bóklegt nám bæði á í aðalbyggingu okkar á Ásbrú í Reykjanesbæ sem og á höfuðborgarsvæðinu. Þá er verkleg þjálfun í boði á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli, auk flugvalla á landsbyggðinni svo sem Sauðárkróki og Selfossi.
Atvinnuflugmannsnámið er hannað er fyrir þá sem hafa enga flugreynslu og vilja öðlast atvinnuflugmannsréttindi að námi loknu. Handhafar einkaflugmannsréttinda geta einnig sótt um að fara í námið og er þá viðkomandi metinn inn í nám eftir ákvæðum reglugerðar um flugskírteini þar af lútandi.
Námið er mjög sérhæft og leggur áherslu á markmið þitt um að verða atvinnuflugmaður hjá flugfélagi á borð við Icelandair, SAS, Norwegian, Ryanair og fleiri evrópsk flugfélög. Að námi loknu getur þú sótt um störf hjá hvaða evrópskum flugrekanda sem er innan evrópska efnahagssvæðisins, sem krefst EASA flugskírteinis. Um níu af hverjum tíu nemenda okkar sem hafa lokið þessu námi hafa fundið starf innan eins árs frá útskrift, enda eru mikil atvinnutækifæri fyrir atvinnuflugmenn um allan heim.
Umsókn um atvinnuflugnám fer fram á heimasíðu Keilis en næst verða teknir inn nemendur í september 2019.
- Einkaflugmannsnám Umsókn
- Sem einkaflugmaður öðlast þú réttindi til að fljúga einkaflug við sjónflugsskilyrði með farþega hvert á land sem er án endurgjalds, einnig öðlast sá hinn sami réttindi til að fljúga einshreyfils flugvél í öllum löndum Evrópu. Handhafi einkaflugmannsskírteins hefur kost á að fara í atvinnuflugmannsnám sem einnig er kennt í Flugakademíu Keilis.
- Atvinnuflugmannsnám Umsókn
- Nám í atvinnuflugi er spennandi nám fyrir þá sem vilja öðlast réttindi til að stjórna farþegaflugvélum hvar sem er í heiminum. Keilir kennir samkvæmt JAR-FCL og hefur samþykkt kennsluleyfi frá Flugmálastjórn Íslands, tekur námið mið af námsskrá sem er gefin út af JAA/EASA samkvæmt samevrópskri útgáfu flugskírteina. Næstu námskeið hefjast í júli 2019.
- Samtvinnað atvinnuflug Umsókn
- Samtvinnað atvinnuflugmannsnám (Integrated Professional Pilot Program) er hannað fyrir þá sem hafa enga flugreynslu og vilja öðlast atvinnuflugmannsréttindi að námi loknu. Allt nám, bæði bóklegt og verklegt, er að öllu leiti skipulagt af skólanum og tekur um 18-24 mánuði. Næstu námskeið hefjast í september 2019.
- Flugkennaraáritun Umsókn
- Flugakademía Keilis býður upp á sex vikna námskeið fyrir verðandi flugkennara (Flugkennaraáritun) sem undirbýr þig fyrir alla þætti flugkennslu. Námskeiðið tekur á undirbúningi flugtíma og framkvæmd kennslustunda.