28.07.2018
Líkt og undanfarin ár hefur mikill fjöldi umsókna borist í nám hjá Keili á haustönn, en þó er ennþá hægt að sækja um nám í einstökum deildum skólans.
Þessa dagana er verið að vinna úr umsóknum og hvetjum við áhugasama um að hafa samband við okkur sem fyrst þannig að hægt verði að afgreiða fyrirspurnir áður en sumarleyfi hefjast um miðjan júlí.
Enn er hægt að sækja um nám á eftirfarandi námsbrautum:
- Háskólabrú - fjarnám
- Háskólabrú - staðnám
- Háskólabrú með vinnu
- ÍAK einkaþjálfaranám
- ÍAK styrktarþjálfaranám
- Fótaaðgerðafræði
- Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku
- Flugvirkjanám
- Tæknifræðinám Háskóla Íslands (umsóknarfrestur er til 31. júlí)
- Háskólanám í tölvuleikjagerð (í samstarfi við Noroff skólann)
- Þá er opið fyrir umsóknir í atvinnuflugmannsnám allt árið um kring
Hjá Keili er mikið lagt upp úr nútímalegum og fjölbreyttum kennsluháttum, bæði í fjarnámi og staðnámi, og að nemendum sé skapað traust og gott námsumhverfi. Nánari upplýsingar má nálgast á umsóknarvef Keilis, á skrifstofu Keilis í síma 578 4000 eða á netfangið keilir@keilir.net.