01.06.2016
Umsóknarfrestur í tæknifræðinám Háskóla Íslands og Keilis er til 5. júní næstkomandi.
Skráning í námskeið á haustmisseri fer fram á Uglu - vefsetri Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um umsóknarferlið má einnig nálgast á heimasíðu Rafmagns- og tölvuverkfræðideildar Háskóla Íslands og á heimasíðu Keilis.
BS gráða í tæknifræði á vegum Háskóla Íslands
Keilir býður upp á háskólanám í tæknifræði á vegum Háskóla Íslands og fer námið fram á vettvangi Keilis á Ásbrú. Boðið eru upp á tvær námslínur í Orku- og umhverfistæknifræði og Mekatróník hátæknifræði.
Keilir leitast við að vera í forystu um tæknifræðimenntun og nýsköpun í samstarfi við atvinnulífið, með því að mennta tæknifræðinga með áherslu á hagnýta þekkingu, reynslu og góða samskiptahæfni.