Enn er hægt að sækja um nám í flestum deildum Keilis á haustönn 2021.
Nýtt tækifæri til náms á Háskólabrú
Háskólabrú hefur undanfarin ár markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Nám á Háskólabrú hefur gefið fjölda fólks nýtt tækifæri til náms og hafa flestir útskrifaðir nemendur hafið háskólanám að náminu loknu, við góðan orðstír. Hægt er að taka Háskólabrú í staðnámi, fjarnámi, með vinnu og með undirbúningi. Þá býðst núverandi nemendum Háskólabrúar að taka sumarönn 2021. Nám á félagsvísinda- og lagadeild, viðskipta- og hagfræðideild og hugvísindadeild tekur tvær annir fyrir þau sem taka námið á fullum hraða. Námið er þrjár annir fyrir þá nemendur sem stunda nám á verk- og raunvísindadeild.
Miðað er við að nemendur séu orðnir 23 ára og hafi lokið 70 einingum (117 framhaldsskólaeiningum samkvæmt nýja einingakerfinu) á framhaldsskólastigi. Þar af þurfa umsækjendur að hafa lokið að minnsta kosti 6 einingum (10 feiningum) í hverju af grunnfögunum þremur, þ.e. í stærðfræði, íslensku og ensku. Umsækjendur eiga möguleika á að fá starfsreynslu sína metna til eininga að hluta upp í þær lágmarkseiningar sem krafist er.
Við hvetjum þau sem eru óviss um hvort þau uppfylli inntökukröfur að hafa samband og við förum yfir þetta saman.
Ítarlegasta einkaþjálfaranám landsins
ÍAK einkaþjálfaranám er er sniðið til þess að mæta þörfum ýmissa hópa: fólki sem vill starfa sem einkaþjálfarar, einkaþjálfurum sem vilja bæta við þekkingu sína, almenningi sem vill öðlast þekkingu á sviði þjálfunar og næringar, íþróttafólki sem vill vera meðvitað um eigið líkamlegt hreysti, sjúkraþjálfurum og íþróttafræðingum sem vilja bæta við menntun sína á sviði sérhæfðrar þjálfunar.
Námið er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu sem starfsnám á þriðja hæfniþrepi. Námið er í heild 180 feiningar en 80 feiningar sérgreinar einkaþjálfaranámsins eru kenndar á tveimur önnum. Að námi loknu öðlast útskriftarnemendur viðurkenninguna ÍAK Einkaþjálfari frá Íþróttaakademíu Keilis. ÍAK einkaþjálfaranámið er vottað af Europe Active á fjórða þrepi samkvæmt reglum Evrópusambandsins (Level 4 Personal Trainer) og fá útskrifaðir ÍAK einkaþjálfarar skráningu í EREPS (European Register of Exercise Professionals) gagnagrunn stofnunarinnar.
Nemendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla. Að auki þurfa nemendur sem sækja um ÍAK einkaþjálfaranám að hafa lokið að mestu námi í kjarna og heilbrigðisgreinum áður en nám hefst í sérgreinum einkaþjálfunar. Nemendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri áður en nám í sérgreinum hefst. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi haldgóða reynslu af íþróttum og líkamsrækt og séu í nægilega góðu líkamlegu formi til að vera virkir í verklegri kennslu námsins. Í persónulegu bréfi sem óskað er eftir í umsókninni skal umsækjandi m.a. segja frá sjálfum sér, telja fram íþróttareynslu, segja frá hvers vegna sótt sé um námið og hvert markmiðið sé með því að sækja þetta nám.
Áhugasamir eru eindregið hvattir til að senda inn umsókn. Starfsfólk aðstoðar umsækjendur við að finna leiðir ef eitthvað vantar uppá forkröfurnar. Öllum umsóknum er svarað og allir umsækjendur sem koma til greina í námið eru kallaðir til viðtals í inntökuferlinu á Ásbrú. Vakni einhverjar spurningar má alltaf hafa samband.
Einstakt ÍAK Styrktarþjálfaranám
ÍAK styrktarþjálfari er einstakt nám fyrir fagfólk í styrktar- og ástandsþjálfun íþróttafólks á afreksstigi. Námið er mjög hagnýtt, hnitmiðað og skipulagt af íslenskum og erlendum sérfræðingum úr heimi styrktarþjálfunar. Nemendur útskrifast með viðurkenningu sem ÍAK styrktarþjálfarar.
Námið er sniðið til að mæta þörfum fólks með grunnþekkingu á íþrótta- og þjálfarafræðum og vilja bæta við þekkingu sína til að geta unnið einstaklingsmiðað með styrktar- og ástandsþjálfun íþróttamanna. Námskeiðið nýtist einnig íþróttamönnum sem vilja ná hámarksárangri í sinni íþrótt. Mikil áhersla er lögð á hagnýta þætti í þjálffræði. Farið verður ítarlega í gerð æfingakerfa fyrir mismunandi æfingatímabil hvort sem er fyrir einstaklinga eða lið. Kennd verða hagnýt frammistöðupróf, mismunandi aðferðir lyftinga, mismunandi upphitunaraðferðir fyrir æfingar og leiki eftir eðli íþróttagreinar, kraft-, hraða- og liðleikaþjálfun. Einnig verður lögð áhersla á næringu íþróttamanna og starfsumhverfi styrktarþjálfara á Íslandi í samanburði við erlendan starfsvettvang.
Gerð er krafa um að umsækjendur hafi reynslu af íþróttum og líkamsrækt og séu í góðu líkamlegu formi. Þeir sem hafa lokið ÍAK einkaþjálfaranámi, háskólaprófi eða stúdentsprófi njóta forgangs í námið. Gerð er lágmarkskrafa um 18 ára aldur og 100 framhaldsskólaeiningar (sbr. hálft stúdentspróf). Allir umsækjendur fara í inntökuviðtal hjá verkefnastjóra ÍAK og námsráðgjafa. Umsækjendur eru hvattir til að vanda umsókn og senda inn umbeðin gögn s.s. ferilskrá, afrit af skólaskírteini, persónulegt bréf og passaljósmynd. Í persónulegu bréfi sem óskað er eftir í umsókninni skal umsækjandi m.a. segja frá sjálfum sér, telja fram íþróttareynslu, segja frá hvers vegna sótt sé um námið og hvert markmiðið sé með því að sækja þetta nám. Öllum umsóknum er svarað. Athugið að fjöldatakmarkanir eru í námsbrautina.
Áhugasamir eru eindregið hvattir til að senda inn umsókn. Starfsfólk aðstoðar umsækjendur við að finna leiðir ef eitthvað vantar uppá forkröfurnar. Öllum umsóknum er svarað og allir umsækjendur sem koma til greina í námið eru kallaðir til viðtals í inntökuferlinu á Ásbrú. Vakni einhverjar spurningar má alltaf hafa samband.
Hvert skref skiptir máli
Fótaaðgerðafræði er löggilt starfsgrein og teljast fótaaðgerðafræðingar til heilbrigðisstétta. Fótaaðgerðafræðingar meta ástand fóta, greina fótamein og meðhöndla þau fótamein, sem ekki krefjast sérstakrar læknisfræðilegrar meðferðar. Þeir ráðleggja um heilbrigði fóta, meðferð og forvarnir fótameina og þau úrræði sem finnast í heilbrigðiskerfinu þar að lútandi. Skipuleggja, framkvæma og meta eigin vinnu í samræmi við viðurkennda gæðastaðla og halda sjúkraskrár samkvæmt lögum þar um.
Umsækendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og lokið námi í almennum kjarna og almennum heilbrigðisgreinum áður en nám hefst í sérgreinum fótaaðgerðafræði.
Við hvetjum áhugasama til þess að sækja um, sé eitthvað óskýrt má alltaf hafa samband
Nám í fallegustu skólastofu landsins
Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku við Keili tekur einungis átta mánuði og snýst um þá hlið ferðamennskunnar sem er líkamlega krefjandi og ævintýraleg, líkt og flúðasiglingar, sjókajakróður, ísklifur og fjallamennsku svo fátt eitt sé nefnt. Hluti námsins er bóklegur og fer fram í fjarnámi með reglulegum staðlotum, en hinn hlutinn er verknám sem fer fram víðs vegar um náttúru Íslands. Námið er á háskólastigi og er unnið í samstarfi við Thompson Rivers háskólann í Kanada, en skólinn er einn sá virtasti í heiminum í dag í sérhæfðu námi í ævintýra- og afþreyingarferðaþjónustu. Allar einingar námsins eru matshæfar í framhaldsnám innan TRU á sviði ævintýraferðamennsku fyrir þá sem hyggja á áframhaldandi nám.
Umsækendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Veittar eru undanþágur í ákveðnum tilvikum en krafa er gerð um að umsækendur hafi lokið minnst helming eininga til stúdentsprófs. Við mat á inntöku mun Keilir meta allar umsóknir eftir menntun, fyrri reynslu og útkomu úr inntökuviðtölum. Þar sem um er að ræða grunnám í ævintýraleiðsögn er ekki gerð krafa um fyrri reynslu af fjallamennsku eða vatnasporti.
Við hvetjum áhugasama til þess að sækja um, sé eitthvað óskýrt má alltaf hafa samband