Fara í efni

Umsóknarfrestur um tæknifræðinám

Umsóknarfrestur um háskólanám í tæknifræði hjá Keili er til 19. júní.

Umsóknarfrestur um háskólanám í tæknifræði hjá Keili er til 19. júní. Til að hefja beint nám í tæknifræði hjá Keili skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi. Sambærilegt stúdentsprófi teljast: 

  • 4. stigs próf frá vélstjórnarbraut Tækniskólans (áður Vélskóli Íslands).
  • Próf frá frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík (áður Tækniháskóli Íslands/Tækniskóli Íslands).
  • Lokapróf frá Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis.
Kennslan í tæknifræði miðast við að nemendur hafi tekið að minnsta kosti 24 einingar í stærðfræði og 30 einingar í náttúrufræðigreinum (þar af a.m.k 6 einingar í eðlisfræði) í framhaldsskóla. Umsækjendur sem ekki fullnægja þessum viðmiðunum verður meðal annars boðið upp á stærðfræðikennslu áður en kennsla hefst. 
 
Í þeim tilfellum þar sem nemendur hafa ekki lokið stúdentsprófi, bjóðum við nemendum að taka þá áfanga sem vantar uppá í Háskólabrú samhliða háskólanáminu í tæknifræði. Við bjóðum upp á einstaklingsmiðaðar lausnir og getum í flestum tilvikum metum námið þitt og brúum bilið yfir í háskólanám í tæknifræði. Þetta getur þú gert meðal annars með því að sækja þá áfanga sem vantar uppá samhliða í Háskólabrú eða tekið undirbúningsnámskeið í fjarnámi við Háskólabrú Keilis áður en þú hefur tæknifræðinámið. Við mælum með því að þú bókir viðtal hjá námsráðgjafa Keilis og farir yfir málin.
 

Umsókn um nám í tæknifræði