Fara í efni

Upprifjunarnámskeið fyrir nýnema á Háskólabrú

Upprifjunarnámskeið verða í stærðfræði fyrir nemendur allra deilda Háskólabrúar 12. og 13. ágúst næstkomandi.

Upprifjunarnámskeið verða í stærðfræði fyrir nemendur allra deilda Háskólabrúar 12. og 13. ágúst frá 10 - 14 báða daga. Upprifjunarnámskeið í náttúrúfræði fyrir nemendur sem skráðir eru á verk- og raunvísindadeild er haldið 14. og 15. ágúst frá 9 - 12 báða daga.

Upprifjunarnámskeið í stærðfræði fyrir nýnema Háskólabrúar er mánudaginn 12. ágúst og þriðjudaginn 13. ágúst frá kl. 10 - 14 báða dagana.

Athugið að farið verður yfir námsefni er samsvarar stærðfræði 103 í framhaldsskóla. Helstu efnisflokkar er farið verður yfir, eru almenn brot, prósentureikningur, algebra og hnitakerfi. Þannig að þeir nemendur sem hafa nýlega lokið þeim áfanga eða farið yfir sambærilegt efni ættu ekki að þurfa á þessu námskeiði að halda. Áhugasamir mæta hér í Keili stundvíslega kl. 10.00 þann 12. ágúst.

Upprifjunarnámskeið í náttúrufræði verður miðvikudaginn 14. ágúst og fimmtudaginn 15. ágúst frá kl. 9 - 12 báða daga.  Þetta námskeið er ætlað nemendum sem fara á Verk- og raunvísindadeild á Háskólabrú og hafa engan eða lítinn grunn í fögum er tengjast náttúrufræði (eðlisfræði, efnafræði og líffræði) eða vilja rifja upp grunnatriði í raunvísindum.

ATH! Takið með ykkur skriffæri og vasareikni.