Fara í efni

Upptaka af hádegisfundi STFÍ um lokaverkefni tæknifræðinema Keilis

Tilraunabúnaður Karls Guðna
Tilraunabúnaður Karls Guðna

Upptaka frá hádegisfundi STFÍ þar sem Karl Guðni Garðarsson og Sigurður Örn Hreindal, nemendur úr tæknifræðinámi Keilis og Háskóla Íslands segja frá lokaverkefnum sínum.

Fyrirlestur Karls fjallar um tilraunir hans til að sýna fram á að grenjandi grenndarlag getur myndast þegar vatn flæðir í gegnum sáldurplötu og inn í lögn sem flytur vatn. Karl smíðaði tilraunabúnað sem líkir eftir rennsli í tveimur lögnum. Niðurstöður sýndu fram á að þegar ákveðið mikið magn vatns flæðir í gegnum sáldurplötu þá myndast grenjandi grenndarlag. Þessar niðurstöður gefa tilefni til frekari rannsókna á því hvort hægt sé að nota grenjandi grenndarlag til þess að hindra útfellingu í hitaveiturörum.

Fyrirlestur Sigurðar fjallar um hönnun hans á nálavindivél fyrir fyrirtæki sem vinna við netagerð og netaviðgerðir. Nálavindivél er sjálfvirkur búnaður sem kemur í stað starfsmanns við vafningar á garni á þar til gerðum nálum sem notaðar eru við gerð fiskveiðineta. Grunnteikningar af vélinni eru tilbúnar og er hægt að nota þær til að hefja smíði og framleiðslu á vélinni.

Upptaka af hádegisfundi STFÍ