Fara í efni

Útskrift á Akureyri

Föstudaginn 7. júní verða útskrifaðir nemendur í staðnámi Háskólabrúar og ÍAK einkaþjálfun á Akureyri.

Föstudaginn 7. júní verða útskrifaðir nemendur í staðnámi Háskólabrúar og ÍAK einkaþjálfun á Akureyri. Að þessu sinni útskrifast 11 manns úr Háskólabrú Keilis og níu ÍAK einkaþjálfarar. Alls hafa þá útskrifast 49 manns frá hvorri deildinni fyrir sig síðan Keilir hóf að bjóða upp á staðnám á Akureyri árið 2010.

Athöfnin fer fram í húsnæði SÍMEY, Þórsstíg 4, kl. 15:30. Dagskrá útskriftar:

Tónlistaratriði
Björk Guðnadóttir, Kennslustjóri Keilis
Erla Björg Guðmundsdóttir, Framkvæmdastjóri hjá SÍMEY
Útskrift nemenda Háskólabrúar á Akureyri, Hildur Betty Kristjánsdóttir
Ræða fulltrúa nemenda Háskólabrúar Keilis, Áslaug Kristjánsdóttir
Útskrift ÍAK einkaþjálfara, Arnar Hafsteinsson, forstöðumaður ÍAK
Ræða fulltrúa nemenda ÍAK, Jón Viðar Þorvaldsson
Tónlistaratriði