Fara í efni

Útskrift úr skólum Keilis í júní 2021

Föstudaginn 11. júní næstkomandi fer fram útskrift úr Háskólabrú, atvinnuflugnámi Flugakademíu Íslands og ÍAK einka- og styrktarþjálfaranámi Heilsuakademíunnar. Athöfnin fer fram í Hljómahöll í Reykjanesbæ og hefst kl. 15:00.

Fjöldatakmarkanir

Vegna fjöldatakmarkana verður ekki hægt að bjóða gestum í athöfnina en henni verður streymt af vef Keilis og mun hlekkur á streymið vera birtur á vefnum og samfélagsmiðlum á útskriftardag.

Reglur kveða á um að viðstaddir skulu skráðir í sæti og eins metra bil á milli sæta. Grímuskylda gildir þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra reglu í opnum rýmum. Útskriftarnemar eru beðnir um að mæta með grímur og hafa þær á meðan staðið er og setið í sætum. Leyfilegt verður að taka grímurnar niður meðan gengið er yfir sviðið og tekið við skírteini en þar verður tveggja metra bil milli aðila tryggt.

Vegna þessara ráðstafana er mikilvægt að allir sem ætla sér að mæta séu skráðir í útskrift. Þeir sem hafa ekki nú þegar tilkynnt um mætingu eru beðnir að senda tölvupóst sem fyrst þar sem nafn og deild eru tilgreind. Ekki verður gert ráð fyrir þeim sem hafa ekki skráð sig fyrir 9. júní. Þeir sem mæta ekki munu geta nálgast útskriftarskírteini á skrifstofu Keilis í vikunni eftir útskrift, en einnig er hægt að óska eftir því að fá skírteinið sent með pósti með því að hafa samband við þjónustufulltrúa eftir útskriftina.