08.06.2022
Föstudaginn 10. júní næstkomandi fer fram útskrift nemenda úr Háskólabrú, Heilsuakademíu og Flugakademíu Íslands.
Útskrifað verður úr Háskólabrú, fagháskólanámi í leikskólafræðum, atvinnuflugnámi, ævintýraleiðsögunámi og ÍAK einka- og styrktarþjálfun og fer athöfnin fram í Hljómahöll í Reykjanesbæ.
Vegna fjölda útskriftarnema verður útskriftinni skipt upp í tvær athafnir:
Kl. 13:00 – Háskólabrú og fagháskólanám í leikskólafræðum
Kl. 16:00 - Atvinnuflugnám, Ævintýraleiðsögunám og ÍAK einka- og styrktarþjálfun
Að þessu sinni er athöfnin opin bæði útskriftarnemendum og gestum þeirra. Hver útskriftarnemi má taka með sér 2-3 gesti í athöfnina og hefur skráning í athöfnina staðið yfir á síðustu vikum.