Fara í efni

Varnir lokaverkefna í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis

Nemendur í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis kynna og verja lokaverkefni sín 29. - 30. maí. Kynningarnar fara fram í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ og eru öllum opnar.

Einnig verður hægt að fræðast um lokaverkefni nemenda á opnum kynningardegi tæknifræðideildar Háskóla Íslands og Keilis, laugardaginn 27. maí kl. 13 - 16 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þá verður hægt verður að skoða fullkomna verklega aðstöðu og sérhæfðar rannsóknarstofur, kynnast verkefnavinnu nemenda, og margt fleira.

Frábært tækifæri að kynnast hagnýtu háskólanámi í tæknifræði og starfi tæknifræðinga.

Lokavarnir nemenda mánudaginn 29. maí

Lokavarnir nemenda þriðjudaginn 30. maí