29.05.2017
Nemendur í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis kynna og verja lokaverkefni sín 29. - 30. maí. Kynningarnar fara fram í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ og eru öllum opnar.
Einnig verður hægt að fræðast um lokaverkefni nemenda á opnum kynningardegi tæknifræðideildar Háskóla Íslands og Keilis, laugardaginn 27. maí kl. 13 - 16 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þá verður hægt verður að skoða fullkomna verklega aðstöðu og sérhæfðar rannsóknarstofur, kynnast verkefnavinnu nemenda, og margt fleira.
Frábært tækifæri að kynnast hagnýtu háskólanámi í tæknifræði og starfi tæknifræðinga.
Lokavarnir nemenda mánudaginn 29. maí
- 10:00 Aleksandar Kospenda - Wireless sensor network for smart street lighting
- 11:00 Ingjaldur Bogi Jónsson - Pönnuúrsláttur eftir frystingu í skipi
- 13:00 Ólafur Jóhannesson - Hagkvæmnismat á uppsetningu umhverfisvænna orkugjafa fyrir rekstur gistihúsa
- 14:00 Steinþór Jasonarson - Hljóðnema og ljósakerfi fyrir hljóðfæri
- 15:00 Óskar Smárason - Tölvustýrður úrhleypibúnaður hjólbarða
Lokavarnir nemenda þriðjudaginn 30. maí
- 10:00 Atli Fannar Skúlason - Sociobot Control System Design and Prototype Development
- 11:00 Þórir Sævar Kristinsson - Þráðlaus mælibúnaður ?Sproti
- 13:00 Hildur Rún Sigurðardóttir Kvaran - Vöruþróun á fjórum nýjum vörum fyrir GeoSilica
- 14:00 Ólöf Ögn Ólafsdóttir - Nýting kísil frá Reykjanesvirkjun til ræktunar og iðnaðar
- 15:00 Sigurjón Kristinn Björvinsson - Er hægt að stýra súrálsflæði inn á hreinsivirki út frá mælingum á afgasi frá kerskála?