Fara í efni

Varnir lokaverkefna í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis

Nemendur í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis kynna og verja lokaverkefni sín 25. - 27. maí. Kynningar og tímasetningar á lokaverkefnum nemenda fyrir varnir föstudaginn 27. maí:

  • kl. 09:15: Atli Már Jónsson - Nýting fiskibeina
  • kl. 10:40: Ellert Þór Arason - Snertilaus greiðslustöð fyrir sjáfsala
  • kl. 13:00: Heimir Sigurgeirsson - Package Drop
  • kl. 14:30: Helgi Valur Gunnarsson - Skelfisk pökkunarvél
  • kl. 16:00: Sara Lind Einarsdóttir - Endurnýting á Afgangsvarma 

Kalsíum úr fiskibeinum

Um höfund: Atli Már Jónsson er fæddur árið 1987 á Stokkseyri. Eftir að hafa unnið við hinn ýmsu störf á landi, vann hann á sjó í þorlákshöfn árin 2005 til 2011. Árið 2012 hóf hann nám í háskólabrú Keilis á verk og raungreinadeild, þar sem hann útskrifaðist síðan árið 2013. Frá árinu 2013 hefur Atli stundað nám í orku og umhverfistæknifræði við tæknifræðinám keilis, þaðan sem hann mun útskrifast í vor.

Snertilaus greiðslustöð fyrir sjálfsala

Um höfund: Ellert Þór Arason er fæddur 1. apríl 1982 í Reykjavík. Ellert starfaði sem pípulagningarmaður í 10 ár, en hann lauk sveinsprófi í pípulögnum árið 2008. Árið 2013 hóf Ellert nám í Mekatróník hátæknifræði í Keili þaðan sem hann mun útskrifast nú í sumar.

Package Impact Logger

Höfundur: Heimir Sigurgeirsson

Pökkunarbúnaður fyrir bláskel

Um höfund: Helgi Valur Gunnarsson er fæddur árið 1979 á Akureyri. Hann á að baki fjölbreyttan atvinnuferil s.s. trésmiður, starfsmaður í álverum og sjómaður svo fátt eitt sé nefnt. Árið 2012 hóf hann nám í háskólabrú Keilis á verk og raunvísinda deild og útskrifaðist þaðan 2013. Frá árinu 2013 hefur Helgi stundað nám í mekatróník tæknifræði við tæknifræðinám Keilis, þaðan sem hann mun útskrifast í vor.

Waste Heat Recovery and Utilization at United Silicon Iceland

Um höfund: Sara Lind Einarsdóttir er fædd árið 1989 á Sauðárkróki. Hún hefur unnið við ýmis störf þar til hún hóf nám í menntastoðum árið 2011. Árið 2012 hóf hún nám í Háskólabrú Keilis á verk of raungreinadeild og útskrifaðist þaðan árið 2013. Frá árinu 2013 hefur Sara stundað nám í orku- og umhverfistæknifræði við tæknifræðinám Keilis, þaðan sem hún mun útskrifast í sumar.