Fara í efni

Vaxtasamningur Suðurnesja

Frá úthlutun úr Vaxtasamningi Suðurnesja 27. janúar síðastliðinn
Frá úthlutun úr Vaxtasamningi Suðurnesja 27. janúar síðastliðinn
Þann 27. janúar síðastliðinn var úthlutað styrkjum á vegum Vaxtasamnings Suðurnesja. Sótt var um styrki til 35 verkefna og hljóðuðu umsóknir upp á tæplega 115 milljónir króna. Verkefnin voru að ýmsum toga, í ferðaþjónustu, sjávarútvegi, fatahönnun, hugbúnaðarverkefni og rannsóknarverkefni svo eitthvað sé nefnt. Þann 27. janúar síðastliðinn var úthlutað styrkjum á vegum Vaxtasamnings Suðurnesja. Sótt var um styrki til 35 verkefna og hljóðuðu umsóknir upp á tæplega 115 milljónir króna. Verkefnin voru að ýmsum toga, í ferðaþjónustu, sjávarútvegi, fatahönnun, hugbúnaðarverkefni og rannsóknarverkefni svo eitthvað sé nefnt. Verkefnastjórn styrkir 15 verkefni samtals að fjárhæð kr. 25,3 millj. króna. Af þeim tengist Keilir fimm verkefnum.

  1. Flugvirkjabúðir
    Verkefnið lýtur að því að byggja upp alþjóðlegt nám í flugvirkjun hérlendis. Mikil eftirspurn mun skapast eftir flugvirkjum í Evrópu og víðar á næstu árum Aðstaða Keilis á Ásbrú opnar möguleika fyrir íslenska og erlenda nema að sækja nám í flugvirkjun. Nám þetta er ekki til staðar á Íslandi í dag. Verkefnið hlýtur 2 millj. króna styrk.

  2. Auðlindagarður um jarðhita
    Verkefnið er að kortleggja þá aðila sem tilheyra klasanum um auðlindagarð og greina styrkleika og veikleika klasans. Jafnframt að greina möguleg tækifæri sem eru til staðar fyrir klasann og útbúa aðgerðaáætlun um næstu skref. Verkefnið hlýtur 2 millj. króna styrk.

  3. Þörungaræktun á Suðurnesjum
    Verkefnið lýtur að þróun ræktunartækni á þörungum og nýtingu þeirra. Vegna þverrandi olíuauðlinda og minnkandi fiskistofna í heiminum hefur áhugi manna á smáþörungum sem olíuuppsprettu vaxið síðustu ár. Lýsi er ómissandi efnisþáttur í fiskeldisfóðri og ennfremur mikilvægt í fæðu manna. Afurð þessa verkefnis verður m.a. omega-3 auðug þörungaolía. Samfélagslegur hagnaður verkefnisins er að á Suðurnesjum verður til tækniþekking í fremstu röð á landsvísu. Verkefnið hlýtur 2 millj. króna styrk.

  4. Raungreinabúðir – menning, saga og náttúra Suðurnesja
    Raungreinabúðir eru ætlaðar nemendum úr efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum. Megin áherslan er á að laða að erlenda nemendahópa til styttri dvalar. Útbúnar eru starfsstöðvar með léttum verkefnum í raungreinum, sögu, menningu og náttúru Suðurnesja og geta verkefnin verið víða um Suðurnesin. Verkefnin fara eftir getu og áhuga þátttakenda og þannig blandast saman skemmtun, fræðsla og ferðalag um svæðið. Verkefnið hlýtur 1 millj. króna styrk.

  5. Lífmetanframleiðsla á Suðurnesjum
    Verkefnið lýtur að þróun og undirbúningi að framleiðslu lífmetans úr lífrænum úrgangi frá fiskiðnaði og kjúklingaframleiðslu, en hvort tveggja er í dag úrgangur sem þarf að faraga með nokkrum tilkostnaði. Hjá Orkuskóla Keilis og á svæðinu verður til tækniþekking í fremstu röð á landinu. Hér er um að ræða verðmætasköpun í héraði þar sem kostnaðarsömum úrgangi er breytt í verðmætt hráefni. Verkefnið hlýtur 1 millj. króna styrk.