Tæknifræðinám Keilis fékk á dögunum veglega bókagjöf frá Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA).
Tæknifræðinám Keilis fékk á dögunum veglega bókagjöf frá Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA). Gjöfin samanstendur af bókum og fræðiritum sem tengjast tæknifræði og vistvænni orku.
Bækurnar bætast við ítarlegt safn bóka í tækni- og vísindabókasafni Keilis, sem leggur áherslu á safnkost sem tengist tæknifræði, verkfræði, orkunýtingu og endurýjanlegum orkugjöfum. Markmið tæknifræðináms Keilis er að koma sér upp með tímanum vönduðu bókasafni á sínum sérsviðum með tilheyrandi áskrift sérrita o.fl. Með þessu móti er það von okkar að með tímanum verði bóksafn okkar veglegt á sínum sérsviðum og aðgengilegt fyrir einstaka tækni- og verkfræðinga, verkfræðistofur og fyrirtæki vegna sérhæfðra verkefna, framkvæmda og rannsókna fyrir utan nám nemenda okkar og kennara þeirra.
Keilir þakkar EPA kærlega fyrir stuðninginn. Hægt er að nálgast upplýsingar um bókasafn Keilis og safnkost hérna.