Fara í efni

Vel heppnaður Háskóladagur

Soffía Waag Árnadóttir, forstöðumaður Háskólabrúar Keilis prófar Van der Graaf rafalinn
Soffía Waag Árnadóttir, forstöðumaður Háskólabrúar Keilis prófar Van der Graaf rafalinn
Fjöldi framhaldsskólanemenda og annarra gesta kynntu sér námsframboð Keilis á Háskóladeginum 2012, sem var haldinn laugardaginn 18. febrúar síðastliðinn. Fjöldi framhaldsskólanemenda og annarra gesta kynntu sér námsframboð Keilis á Háskóladeginum 2012, sem var haldinn laugardaginn 18. febrúar síðastliðinn.
Kynningarbás Keilis var mjög vel sóttur en þar gátu gestir kynnt sér nám hjá Keili, fræðst um nemendaíbúðir á Ásbrú, prófað flughermi, mælt stökkkraft og prófað heimasmíðaðan Van der Graaf rafal. Rafallinn sem er smíðaður af starfsfólki og nemendum í tæknifræðinámi Keilis framleiðir 300.000 volta rafhleðslu og býr til sterkt rafsvið umhverfis stálkúlu (búin til úr tveimur IKEA salatskálum). 

Háskóladagurinn í sjónvarpinu
 
www.ruv.is/sarpurinn/frettir/18022012/haskoladagurinn 

Háskóladagurinn á landsbyggðinni

Keilir verður einnig með kynningar á námsframboði landsbyggðinni og heimsækir nokkra framhaldsskóla landsins í mars. Kynningarnar verða auglýstar sérstaklega á viðkomandi stöðum þegar nær dregur. 
 
  • 6. mars: Menntaskólinn á Egilsstöðum, kl. 10:30 - 13:00
  • 7. mars: Verkmenntaskólinn á Akureyri, kl. 10:30 - 13:00
  • 8. mars: Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi, kl. 12:00 - 13:30
  • 14. mars: Menntaskólinn á Ísafirði, kl. 10:30 - 13:00
Ef veður leyfir verður reynt að vera með kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis til sýnis á þeim stöðum þar sem Keilir verður með námskynningar.