21.02.2012
Fjöldi framhaldsskólanemenda og annarra gesta kynntu sér námsframboð Keilis á Háskóladeginum 2012, sem var haldinn laugardaginn 18. febrúar
síðastliðinn.
Fjöldi framhaldsskólanemenda og annarra gesta kynntu sér námsframboð Keilis á Háskóladeginum 2012, sem var haldinn laugardaginn 18. febrúar
síðastliðinn.
Kynningarbás Keilis var mjög vel sóttur en þar gátu gestir kynnt sér nám hjá Keili, fræðst um nemendaíbúðir á Ásbrú, prófað flughermi, mælt stökkkraft og prófað heimasmíðaðan Van der Graaf rafal. Rafallinn sem er smíðaður af starfsfólki og nemendum í tæknifræðinámi Keilis framleiðir 300.000 volta rafhleðslu og býr til sterkt rafsvið umhverfis stálkúlu (búin til úr tveimur IKEA salatskálum).
Keilir verður einnig með kynningar á námsframboði landsbyggðinni og heimsækir nokkra framhaldsskóla landsins í mars. Kynningarnar verða auglýstar sérstaklega á viðkomandi stöðum þegar nær dregur.
Kynningarbás Keilis var mjög vel sóttur en þar gátu gestir kynnt sér nám hjá Keili, fræðst um nemendaíbúðir á Ásbrú, prófað flughermi, mælt stökkkraft og prófað heimasmíðaðan Van der Graaf rafal. Rafallinn sem er smíðaður af starfsfólki og nemendum í tæknifræðinámi Keilis framleiðir 300.000 volta rafhleðslu og býr til sterkt rafsvið umhverfis stálkúlu (búin til úr tveimur IKEA salatskálum).
Háskóladagurinn á landsbyggðinni
Keilir verður einnig með kynningar á námsframboði landsbyggðinni og heimsækir nokkra framhaldsskóla landsins í mars. Kynningarnar verða auglýstar sérstaklega á viðkomandi stöðum þegar nær dregur.
- 6. mars: Menntaskólinn á Egilsstöðum, kl. 10:30 - 13:00
- 7. mars: Verkmenntaskólinn á Akureyri, kl. 10:30 - 13:00
- 8. mars: Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi, kl. 12:00 - 13:30
- 14. mars: Menntaskólinn á Ísafirði, kl. 10:30 - 13:00