30.01.2011
Góð þátttaka var á endurmenntunarnámskeiði Heilsuskólans um helgina í þjálfun aldraðra og þjálfun barnshafandi
kvenna og nýbakaðra mæðra.
Góð þátttaka var á endurmenntunarnámskeiði Heilsuskólans um helgina í þjálfun aldraðra og þjálfun barnshafandi kvenna og nýbakaðra mæðra.
Leiðbeinandi á námskeiðunum var Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í stoðkerfissjúkraþjálfun MT. Þátttakendur komu víðs vegar úr faginu, ýmist sjúkraþjálfarar, ÍAK einkaþjálfarar, einkaþjálfarar, íþróttafræðingar, leiðbeinendur á dvalarheimilum, iðjuþjálfar, nuddarar og fl.
Myndir af námskeiðunum má finna hér.
Næstu endurmenntunarnámskeið hjá Heilsuskólanum eru 3ja daga Þjálfarabúðir í lok febrúar og þjálfun offeitra í mars í samstarfi við offituteymi Reykjalundar.