Við erum væntanlega öll orðin meðvituð um áhrif COVID-19 kórónuveirunnar bæði hér heimafyrir og erlendis. En við viljum engu að síður koma á framfæri við ykkur eftirfarandi atriði.
Nokkuð er um ferðalög starfsmanna og nemenda erlendis og er mikilvægt að skoða hvaða svæði flokkast undir áhættusvæði þar sem meiri hætta er á samfélagssmiti. Við viljum vekja athygli á ráðleggingum sóttvarnarlæknis en þær má finna inni á vef Landlæknisembættisins (www.landlaeknir.is). Þess má geta að þessi áhættusvæði breytast reglulega en í augnablikinu eru þessi svæði Kína, Ítalía, Suður-Kórea og Íran. Fólk með einkenni kvefs, hita eða inflúensu eftir dvöl á þekktu smitsvæði er beðið um að hringja tafarlaust í síma 1700 eða nota netspjallið á www.heilsuveira.is.
Við hvetjum alla til að fara eftir ráðleggingum sóttvarnarlæknis sem eru uppfærðar reglulega eftir ástæðum. Á heimasíðu Landspítalans (www.landspitali.is) má lesa um hvernig á að draga úr sýkingarhættu vegna kórónaveirunnar. Þar stendur ýmislegt og snýst það aðallega um það að gæta hreinlætis, með því að þvo sér vel um hendurnar og nota spritt. Einnig má lesa sér til á vef landlæknis og þar eru líka sérstakar leiðbeingar til barna og ungmenna.
Kynnum okkur öll vel hvað við getum gert til að draga úr áhrifum og dreifingu veirunnar. Ráðleggingum um handþvott og sótthreinsispritt verður komið fyrir á öllum snyrtingum skólans og víðar.
Ef ástæða þykir til munum við koma nýjum upplýsingum á framfæri jafnóðum og þær kunna að berast.
Hér er að finna spurningar og svör um COVID 19 faraldurinn á heimasíðu Landlæknisembættis - Spurningar og svör