Keilir, í samstarfi við Markaðsstofu Reykjaness, býður uppá aðstoð við ferðaþjónustufyrirtæki á Reykjanesi að innleiða Vakann. Sigurbjörg Jónsdóttir er verkefnastjóri og mun sinna þeirri vinnu í samráði við starfsmann fyrirtækisins.
Vakinn er gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þau fyrirtæki sem taka þátt njóta liðsinnis starfsfólks Vakans við að taka út reksturinn á grundvelli ítarlegra gæðaviðmiða, fá staðfestingu á því sem vel er gert og tækifæri til að bæta það sem betur má fara. Helsti ávinningurinn við innleiðingu Vakans er betri rekstur og aukin fagmennska. Nokkur fyrirtæki á Suðurnesjum hafa nú þegar innleitt vakann, t.d. Bláa Lónið og Bílaleigan Geysir og nokkur fyrirtæki eru í innleiðingarferli.
Um er að ræða tímabundið verkefni sem er stutt af Sóknaráætlun Suðurnesja 2016 og því hvetjum við fyrirtæki til að nýta sér þetta tækifæri. Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við Sigurbjörgu, á netfangið sigurbjorgjons@gmail.com eða í síma 897-9555.
Mynd: Anna María Sigurðardóttir (Keili), Berglind Kristinsdóttir (SSS), Hjálmar Árnason (Keili) og Þuríður Halldóra Aradóttir Braun (Markaðsstofu Reykjaness) við undirritun verkefnasamningsins.