Fara í efni

Viltu auðga andann?

Í tilefni af Norrænu bókasafnavikunni verður upplestur í Salnum hjá Keili mánudaginn 8. nóvember kl. 12:00. Í tilefni af Norrænu bókasafnavikunni verður upplestur í Salnum hjá Keili mánudaginn 8. nóvember kl. 12:00.

Boðið verður upp á stutta og skemmtilega upplestra en þema ársins er "Töfraheimar Norðursins - fantasía og töfrar í norrænum bókmenntum". Lesarar verða Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis og Theodóra Svala Sigurðardóttir, nemandi Háskólabrúar. 

Stærsta upplestrarhátíð veraldar? 
Hugsanlega verður sett nýtt heimsmet í upplestri þegar mörg þúsund manns hlýða samtímis á upplestur á eigin tungumáli út frá þemanu "Töfraheimar Norðursins" á ríflega 2000 stöðum víðsvegar á Norðurlöndum.

Nánari upplýsingar er hægt að finna hér.