Fara í efni

Viltu læra að gera hreyfimyndir?

Viskubrunnur Keilis stendur fyrir vefnámskeiði þar sem þátttakendur læra grunnatriði forritunar um leið og þeir skemmta sér í Scratch.

Scratch er myndrænt forritunarumhverfi og samfélagsmiðill þar sem fólk á öllum aldri lærir forritun í umhverfi sem keyrir á öllum tölvum og stýrikerfum án sérstakrar uppsetningar.  Forritin eru gjarnan hreyfimyndir sem segja sögur, en geta einnig verið leikir, reikningskúnstir eða ýmislegt annað.

Námskeiðið getur nýst börnum frá miðskólastigi til að komast af stað í að læra forritun og skemmta sér í Scratch samfélaginu, en það inniheldur einnig dýpt og útskýringar á grunnatriðum forritunar sem nýtast þeim áhugasömu til að undirbúa sig fyrir grunnatriði forritunar eins og þau eru kennd á háskólastigi.

Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu Viskubrunns Keilis. Einnig má skoða kynningarmyndband um hreyfimyndir í Scratch hér að neðan.