Fara í efni

Viltu verða tæknifræðingur?

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í tæknifræðinám Keilis sem hefst í janúar 2014. Umsóknarfrestur er til 15. desember næstkomandi. 

Keilir býður upp á háskólanám (BS gráðu) í tæknifræði í samstarfi við Háskóla Íslands. Boðið eru upp á sérhæfingu á tveim línum: Orku- og umhverfistæknifræði, þar sem nemendur læra að hanna og þróa tækni til að beisla og nýta græna og endurnýjanlega orku; og Mekatróník hátæknifræði, þar sem nemendur læra að hanna og smíða rafeinda- og tölvustýrðan búnað til að bæta gæði daglegs lífs fólks og að auka sparnað og hagkvæmni í rekstri fyrirtækja.

Til að umsækjendur geti hafið tæknifræðinám hjá Keili á vorönn verða þeir hafi lokið stúdentsprófi af náttúrufræði- eða eðlisfræðibraut, 4. stigs próf frá vélstjórnarbraut eða lokaprófi frá Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis.