Fara í efni

Vinnudagur um speglaða kennslu

Bók Jonathan Bergmann og Aaron Sams
Bók Jonathan Bergmann og Aaron Sams
Keilir stendur fyrir vinnudegi um speglaða kennslu (flipped classroom) mánudaginn 22. apríl 2013, kl. 9.00 - 16.00 í Andrews Theater á Ásbrú.

Keilir stendur fyrir vinnudegi um speglaða kennslu (flipped classroom) mánudaginn 22. apríl 2013, kl. 9.00 - 16.00 í Andrews Theater á Ásbrú.

Að undanförnu hefur þeim fjölgað ört sem reyna vilja nýjar leiðir fyrir nemendur í skólum. Ein þeirra er spegluð kennsla (flipped classroom, einnig kölluð vendikennsla) sem rutt hefur sér rúms, einkum vestan hafs með jákvæðum árangri. Íslensku skólafólki gefst nú einstakt tækifæri til að taka þátt í vinnudegi með forvígsmanni „guðföður” þessara kennsluhátta – Jonathan Bergmann. Hann, ásamt félaga sínum Aaron Sams, hefur ferðast um heiminn til að kynna hugmyndir um speglaða kennslu. Í þröngri dagskrá Jonathan tókst honum að lauma Íslandi inn.

Þar sem vitað er af miklum áhuga skólafólks til að nýta sér þetta einstaka tækifæri og sætarými er takmarkað þá þurfa áhugasamir að skrá sig hið fyrsta. Nánari upplýsingar um vinnudaginn, dagskrá og skráningu er að finna hér.

Ásamt Keili standa eftirtaldir aðilar að vinnudeginum: Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar, Reykjavíkurborg, Háskóli Íslands, Mentor, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Kópavogsbær, Samtök áhugafólks um skólaþróun, Menntamálaráðuneytið, Sveitarfélagið Garður, Sandgerðisbær, Grindavíkurbær, Vogar.