Fara í efni

Vinnufundur í Eldey

Á dögunum héldu annars árs nemendur í Mekatróník hátæknifræði sérstakan fund í Eldey, en nemarnir eru þátttakendur í námskeiðinu MEK330 ? PLC/PAC.

Á dögunum héldu annars árs nemendur í Mekatróník hátæknifræði sérstakan fund í Eldey, en nemarnir eru þátttakendur í námskeiðinu MEK330 – PLC/PAC. Markmiðið með þessum tveggja tíma fundi var að skipuleggja hópavinnu fyrir komandi vikur. Nemendum námskeiðsins var skipt í tvo hópa og vinna þeir að því að koma í gang tveimur færiböndum sem skólinn fékk að gjöf frá fyrirtækinu Marel. Nemendur notuðu svokallaða kvika vinnuaðferð (agile methodology) til þess að skipuleggja vinnu sína en skipulagning af þessu tagi er algeng í upplýsingatækni- og forritunargeiranum. Á fundinum var lögð áhersla á að skipuleggja vinnu við ákveðinn hluta aðferðarinnar sem á að vera framkvæmdur yfir 3-4 vikna tímabil. Nemendur námskeiðsins munu kynna lokaniðurstöður verkefna sinna í annarri vikunni í júní og er öllum velkomið að koma og kynna sér þær. Kynningin verður auglýst betur síðar.