Fara í efni

Vinnustofa um afþreyingarferðamennsku

North Atlantic Tourism Association (NATA), Ferðamálastofa og Adventure Travel Trade Association (ATTA) standa ásamt Keili fyrir tveggja daga vinnustofu um afþreyingarferðamennsku á Ásbrú, dagana 29. ? 30. apríl næstkomandi. Verða vinnustofurnar haldnar í kjölfar ráðstefnu um afþreyingarferðamennsku í Keili þann 28. apríl. 

Viðfangsefni vinnustofunnar eru annars vegar staða afþreyingarferðamennsku við Norður Atlantshaf, helstu ógnanir og tækifæri og hvernig greinin getur unnið betur saman að sameiginlegum markmiðum. Hins vegar eru gæða- og öryggismál í brennidepli þar sem m.a. verður farið með þátttakendum í gerð öryggisáætlna. Leiðbeinendur eru með þeim fremstu á sínu sviði í heiminum og því um einstakt tækifæri að ræða.