13.04.2012
Keilir ásamt epli.is standa fyrir vinnustofum sem einblína á notkun iPad í
skólastarfi. Vinnustofurnar verða í Keili föstudaginn 20. apríl, kl. 13:30 - 16:00.
Keilir ásamt epli.is standa fyrir vinnustofum sem einblína á notkun iPad í
skólastarfi. Vinnustofurnar verða í Keili föstudaginn 20. apríl, kl. 13:30 - 16:00.
Áhersla verður á speglaða kennslu (flipped classroom) og iPad í hópavinnu, en einnig verða iPad
byrjendanámskeið og kynningar á smáforritum, auk þess sem farið verður í notkun á iBooks Author og hönnun
á gagnvirkum skólabókum.
Æskilegt er að þátttakendur mæti með sína eigin iPad tölvu. Aðgangur er ókeypis og fer skráning fram
á netfangið: sirry@keilir.net