Námsráðgjafar Keilis tóku þátt í Virkniþingi Suðurnesja í Blue höllinni síðastliðinn fimmtudag 26.september. Þar voru samankomnir fjölmargir aðilar sem buðu uppá kynningu á mörgum, ólíkum og spennandi virkniúrræðum sem eru í boði hjá hinum ýmsu stofnunum og félagasamtökum hér á Suðurnesjum.
Þarna mátti meðal annars sjá aðila frá leikhúsi Keflavíkur, menntastofnunum, félagsstarfi eldri borgara, Vinnumálastofnun og trúfélögum sem starfa á svæðinu. Virkniþingið er hugsað til þess að almenningur sjái hvaða þjónusta og félagsstörf eru í boði í þeirra heimabyggð.
Lalli töframaður sá um fundarstjórnun og að halda uppi skemmtilegri stemmingu og einnig var boðið uppá nokkur tónlistaratriði þar sem börn á ýmsum aldri komu fram. Þá mætti forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, á þingið ásamt Guðmundi Inga Guðbrandssyni félags- og vinnumálaráðherra. Frú forseti lýsti yfir ánægju og mikilvægi atburðar líkt og þessum fyrir fólk í nútíma samfélagi þar sem margir þjást af einmannaleika og einangrun.
Námsráðgjafar Keilis höfðu ánægju af því að taka þátt og eru sammála um að Virkniþingið sé góð leið til að koma á framfæri því sem er í boði fyrir almenning á Suðurnesjum. Þátttakan hafi verið afar gagnleg til að efla tengsl milli íbúa og þeirra sem eru að vinna að fjölbreyttu starfi og veita ýmis konar þjónustu. Vonandi verður viðburðurinn árlegur og en fleiri þátttakendur næst. Mikilvægt að einstaklingar fái tækfæri til að kynnast því sem er í boði í þeirra nærsamfélagi og fundið eitthvað sem höfðar til þeirra áhuga og þarfa.