Fara í efni

Vísindavaka Rannís 2011

Frá bás Orku- og tækniskóla Keilis
Frá bás Orku- og tækniskóla Keilis

Orku- og tækniskóli Keilis tók þátt í Vísindavöku Rannís föstudaginn 23. september 2011 síðastliðinn. Vísindavakan var haldin í Háskólabíó og fór fram samtímis í helstu borgum Evrópu í tengslum við Dag vísindamannsins. Orku- og tækniskóli Keilis tók þátt í Vísindavöku Rannís föstudaginn 23. september 2011 síðastliðinn. Vísindavakan var haldin í Háskólabíó og fór fram samtímis í helstu borgum Evrópu í tengslum við Dag vísindamannsins.

 

Markmiðið með Vísindavökunni er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Verður það gert með lifandi kynningum og boðið upp á skemmtilega og fræðandi viðburði fyrir alla fjölskylduna. Orku- og tækniskóli Keilis tók virkan þátt í Vísindavökunni á síðasta ári og vakti bás skólans mikla athygli gesta.