- 11 stk.
- 21.01.2020
Sjö nemendur brautskráðust í þriðju útskrift námsbrautar Keilis í fótaaðgerðafræði við hátíðlega athöfn í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ, föstudaginn 17. janúar síðastliðinn.
Aðalheiður Hjelm fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur með 9,21 í meðaleinkunn, en þetta er hæsta lokaeinkunn í sem gefin hefur verið í fótaaðgerðafræðinámi Keilis frá upphafi.
Ræðu útskriftarnema fyrir hönd fótaaðgerðafræðinga flutti Anna Vilborg Sölmundardóttir.