- 8 stk.
- 06.05.2019
Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, komu í opinbera heimsókn í Reykjanesbæ í byrjun maí.
Þau litu við í Keili og fengu kynningu á starfsemi skólans, meðal annars nýjungum í kennsluháttum og námsumhverfi, auk kynningar á námsbrautum skólans, svo sem nýju námi til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð í Menntaskólanum á Ásbrú.