- 3 stk.
- 13.06.2016
Flugakademía Keilis útskrifaði 27 atvinnuflugmannsnemendur við hátíðlega athöfn á Ásbrú föstudaginn 10. júní. Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíunnar, flutti ávarp. Dúx var Kolbeinn Ísak Hilmarsson með 9,77 í meðaleinkunn, en það er næst hæsta einkunn úr atvinnuflugmannsnámi Keilis frá upphafi. Kolbeinn fékk gjafabréf frá WOWair og bók frá Icelandair. Ræðu útskriftarnema flutti Axel C.Thimell.
Alls hafa 128 atvinnuflugmenn útskrifast frá Keili frá upphafi skólans. Aukin ásókn hefur verið í flugnám við Keili og stefnir í fjölmennasta árgang atvinnuflugmannsnemenda við skólann á þessu ári. Þá hefur Flugakademían bætt við flugvélakostinn og hefur nú yfir að ráða níu fullkomnar kennsluvélar frá Diamond flugvélaframleiðandanum, þær fullkomnustu og nýstárlegustu á landinu.