- 25 stk.
- 13.06.2020
Keilir útskrifaði samtals 209 nemendur við hátíðlega athöfn í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ, föstudaginn 12. júní 2020 og er þetta lang stærsta brautskráning nemenda skólans frá upphafi. Samtals hafa nú 3.858 nemendur lokið námi við deildir skólans sem var stofnaður á Ásbrú í Reykjanesbæ í maí 2007.
Við athöfnina voru brautskráðir 109 nemendur af Háskólabrú, 78 atvinnuflugnemar og 22 ÍAK styrktarþjáflarar. Sökum raskanna á skólahaldi í vor frestast brautskráning nemenda úr ÍAK einkaþjálfaranámi, en útskrift þeirra fer fram með nemendum úr Verk- og raunvísindadeildar Háskólabrúar Keilis í ágúst.
Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis, flutti ávarp og stýrði athöfninni, auk þess sem Þorgrímur Þráinsson flutti hátíðarræðu. Vegna aðgangstakmarkanna var athöfnin send út í beinu streymi á samfélagsmiðlum Keilis.