03.08.2017
Skólasetning og nýnemadagur fyrir nemendur í fjarnámi Háskólabrúar, bæði með og án vinnu, verður haldinn í aðalbyggingu Keilis að Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ fimmtudaginn 10. ágúst kl. 10:00 - 16:00. Nám hefst samkvæmt stundatöflu föstudaginn 11. ágúst með vinnuhelgi.
Dagskrá skólasetningar:
- 10:00 - 10:45 Móttaka nýnema í stofu B-6 (Berglind Kristjánsdóttir forstöðumaður)
- 11:00 - 11:45 Kennslukerfi Keilis (Agnar Guðmundsson, tölvudeild)
- 13:00 - 16:00 Hópefli
Nemendur hafa fartölvur meðferðis á vinnuhelgi með Office 2016. Þeir sem nota Apple tölvur þurfa að vera með Mac Office 2016. Athugið að Office pakkarnir fylgja með tölvupóstaðgangi skólans en nemendur fá nákvæmar leiðbeiningar fyrir fyrstu vinnuhelgina.
Nánari upplýsingar fyrir nýnema í fjarnámi Háskólabrúar Keilis