Stefnt er að því að Keilir og SÍMEY bjóði upp á Háskólabrú til tveggja ára í staðnámi á Akureyri, en fyrirkomulagið hentar vel þeim sem vilja taka aðfaranám til háskóla með vinnu.
Námsfyrirkomulag svipar til Háskólabrúar með vinnu í fjarnámi þar sem áhersla er lögð á lotunám og eitt fag er tekið fyrir í hvert skipti. Nemendur munu sækja staðlotur þrisvar í viku og fer kennsla fram seinnipart dags auk laugardaga. Fyrst um sinn verður boðið upp á nám á Félagsvísinda- og lagadeild en ef nemendur hafa hug á að stunda nám á annarri deild þá geta þeir sótt þau námskeið í fjarnámi Háskólabrúar.
Boðið verður upp á námið frá haustönn 2017 og er háð lágmarksþátttöku. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Skúla Frey Brynjólfsson, námsráðgjafa hjá Keili, eða Helga Þorbjörn Svavarsson, verkefnastjóra hjá SÍMEY.
Nánari upplýsingar um námsfyrirkomulag verða birtar á heimasíðu Háskólabrúar Keilis fljótlega.