10.06.2014
Keilir útskrifaði nítján manns af Háskólabrú í staðnámi á Akureyri fimmtudaginn 5. júní síðastliðinn í Samkomuhúsinu. Boðið hefur verið upp á námið í samstarfi við SÍMEY á Akureyri undanfarin fjögur ár. Náminu hefur verið afar vel tekið af Norðlendingum og hafa nú tæplega 70 einstaklingar lokið Háskólabrú í staðnámi á Akureyri.
Dúx var Sigurlaug Hauksdóttir með 8,88 í meðaleinkunn og ræðu útskriftarnema flutti Stefanía Rós Stefánsdóttir.
Háskólabrú hefur undanfarin ár markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Kennsluhættir miða við þarfir fullorðinna nemenda, miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir. Námið hefur gefið fjölda fólks nýtt tækifæri til náms og hafa flestir útskrifaðir nemendur hafið háskólanám að loknu náminu.
Boðið er uppá Háskólabrú í staðnámi á Akureyri, Ásbrú í Reykjanesbæ og Selfossi.