11.11.2013
Kynningarfundur um fjarnám Háskólabrúar Keilis verður haldinn á Egilsstöðum, miðvikudaginn 20. nóvember næstkomandi. Fundurinn fer fram í Vonarlandi, Tjarnarbraut 39e, kl. 16:30 og eru allir velkomnir.
Háskólabrú Keilis er samstarfsverkefni Keilis og Háskóla Íslands. Á Háskólabrú er boðið upp á nám fyrir einstaklinga sem hafa ekki lokið stúdentsprófi og uppfylla nemendur að námi loknu inntökuskilyrði í háskóla hérlendis og erlendis.
Umsóknarfrestur um nám á vorönn 2014 er til 15. desember næstkomandi. Nánari upplýsingar hérna.