Fara í efni

Mikil ásókn í nám á vorönn

Skólasetning Háskólabrúar verður þann 9. janúar næstkomandi
Skólasetning Háskólabrúar verður þann 9. janúar næstkomandi
Á fimmta hundrað umsókna hafa borist í nám á vegum Keilis á vorönn 2020 og er aukin aðsókn í nám í allar deildir skólans miðað við sama tíma í fyrra. 
 
Keilir býður upp á fjölbreytt námsframboð á vorönn 2020 en í janúar verða teknir inn nýnemar í fjarnám Háskólabrúar, bæði með og án vinnu, ÍAK styrktarþjálfaranám, NPTC einkaþjálfaranám í fullu fjarnámi, nám í fótaaðgerðafræði, einkaflugmannsnám og atvinnuflugnám. Þá hefst einnig undirbúningsnámskeið fyrir inntökupróf í læknisfræði í byrjun ársins í fyrsta sinn.
 
Enn er hægt að sækja um eftirfarandi námsleiðir og námskeið sem hefjast í janúar á næsta ári:

Í lok ársins 2019 eru samtals um eitt þúsund nemendur skráðir í nám og ýmiskonar námskeið á vegum Keilis og hafa aldrei fleiri aðilar lagt stund á nám við skólann en nú.