Fara í efni

Útskrift nemenda í janúar

Útskriftin fer fram í Andrews Theater
Útskriftin fer fram í Andrews Theater

Föstudaginn 15. janúar næstkomandi verða útskrifaðir í allt 104 nemendur úr atvinnuflugmannsnámi, flugvirkjanámi, einkaþjálfaranámi og fjarnámi Háskólabrúar Keilis. 

Um tímamót er að ræða þar sem fyrstu nemendur í flugvirkjanámi AST og Flugakademíu Keilis útskrifast við þetta tækifæri. Þá útskrifast hundraðasti atvinnuflugmannsnemandi skólans. Eftir athöfnina hafa í allt 2.476 nemendur útskrifast frá Keili síðan skólinn hóf starfsemi árið 2007.

Fjöldi umsókna hefur borist um nám fyrir vorið 2016 og sem fyrr eru flestir umsækjendur um nám í Háskólabrú Keilis, en að jafnaði stunda hátt í tvö hundruð einstaklingar staðnám og fjarnám í Háskólabrú á ári hverju.

Athöfnin hefst kl. 15:00 og fer fram í Andrews leikhúsinu á Ásbrú. Útskriftarnemendur eru beðnir um að mæta kl. 14:00 vegna myndatöku og æfingar.