Nýverið birtist grein í tímariti Tækniseturs Oregon í jarðhitarannsóknum "Geo-Heat Center Quarterly" þar sem fjallað er um rannsóknir á Íslandi sem tengjast nýtingu jarðhita í landbúnaði. Björg Árnadóttir, nemandi á lokaári í orku- og umhverfistæknifræði hjá Keili, vinnur BSc verkefni sitt í samstarfi við einn höfunda greinarinnar um nýtingu á affalli húsa til upphitunar jarðvegs.
Nýverið birtist grein í tímariti Tækniseturs Oregon í jarðhitarannsóknum "Geo-Heat Center Quarterly" þar sem fjallað er um rannsóknir á Íslandi sem tengjast nýtingu jarðhita í landbúnaði. Björg Árnadóttir, nemandi á lokaári í orku- og umhverfistæknifræði hjá Keili, vinnur BSc verkefni sitt í samstarfi við einn höfunda greinarinnar um nýtingu á affalli húsa til upphitunar jarðvegs.
Á Suðurnesjum og víða um Ísland á gróður erfitt uppdráttar. Markmið verkefnisins er að skoða hvort hægt sé að nota affallsvatn húsa til að hita upp jarðveg og gefa gróðri þannig betra tækifæri til að komast á legg og nýta með því betur þá orku sem annars færi til spillis.