Fara í efni

Fréttir

Keilir hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023

Keilir fékk viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023 ásamt 55 fyrirtækjum, 11 sveitarfélögum og 22 opinberum aðilum á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar sem haldin var við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október. Jafnvægisvogin, er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Ráðstefnan bar yfirskriftina ,,Við töpum öll á einsleitninni - Jafnrétti er ákvörðun" og var henni streymt í beinni útsendingu á vefsíðu RÚV. Viðurkenningarhafar Jafnvægisvogarinnar, eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum.
Lesa meira

Flugakademían gerir samning við Flugskóla Reykjavíkur - Staða nemenda tryggð í nýjum skóla

Flugskóli Reykjavíkur og Flugakademía Íslands hafa náð samkomulagi um að þeir fyrrnefndu taki að sér þjónustu við virka nemendur Flugakademíunnar. Flugakademía Íslands, sem er dótturfélag Keilis miðstöð vísinda fræða og atvinnulífs, mun í kjölfarið hætta rekstri. Nemendur Flugakademíunnar hafa val um það hvort þeir haldi áfram námi sínu í Flugskóla Reykjavíkur, eða sæki það annað. En í kjölfar samkomulagsins tekur Flugskóli Reykjavíkur við af Flugakademíunni sem eini skólinn á Íslandi sem býður upp á samtvinnað nám til atvinnuflugs.
Lesa meira

Þjónustuborð og nemendaþjónusta lokar frá 10. júlí til 8. ágúst

Nú eru tími sumarfría og því verður þjónustuborð og nemendaþjónusta lokuð frá og með 10. júlí til 8. ágúst.
Lesa meira

Mikil aðsókn í MÁ

Nýnemar í Menntaskólanum á Ásbrú verða tæplega 40 næsta haust. Aðsókn í Menntaskólann á Ásbrú er góð. Umsóknum sem bárust um skólavist í MÁ 2023 hefur verið svarað og voru 38 umsóknir samþykktar. Stundaskrá fyrir nemendur í MÁ opnast í Innu 14.ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 16.ágúst.
Lesa meira

,,Lykill að velgengni er að gefast aldrei upp“

Elfa Dögg Hrafnsdóttir Scheving er 29 ára þriggja barna móðir sem býr í Stykkishólmi. Elfa Dögg lauk námi á viðskipta- og hagfræðideild Háskólabrúar Keilis þann 9.júní þar sem hún fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur. Hún hafði gert tilraun til að stunda nám oft áður en aldrei náð að halda sig við efnið. Tók nokkrar rangar beygjur í lífinu að hennar mati og trúði í raun að nám væri ekki fyrir hana. Áður en hún hóf nám hjá Keili höfðu liðið fjögur ár frá því hún hafði síðast stundað nám, var hálfnuð með sjúkraliðanám en þurfti að hætta vinnu vegna mikilla veikinda á meðgöngu. Hún og maður hennar eignuðust síðan þrjú börn á tveimur og hálfu ári og af þeim ástæðum sem og að lenda í persónulegu áfalli þurfti hún að hætta í námi.
Lesa meira

Vilja efla kennslu í tölvuleikjaiðnaði

Fulltrúar Samtaka leikjaframleiðenda, IGI, og Menntaskólans á Ásbrú, MÁ, undirrituðu í gær í Húsi atvinnulífsins samstarfssamning í því skyni að efla samstarf á milli atvinnulífs og menntastofnana í tölvuleikjagerð.
Lesa meira

Þétt setin útskriftarathöfn Keilis í Hljómahöll

Keilir - miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs útskrifaði 165 nemendur við hátíðlega athöfn í Hljómahöll í Reykjanesbæ föstudaginn 9. júní. Athöfnin var vel heppnuð og húsið þétt setið, á fimmta hundrað manns sóttu útskriftina. Hafa nú 4762 einstaklingar útskrifast úr námi við skólann.
Lesa meira

Hlekkur á úskrift vorannar

Hægt er að fylgjast með útskrift vorannar á meðfylgjand hlekk.
Lesa meira

Útskrift vorannar verður 9. júní

Útskrift vorannar verður í Hljómahöll föstudaginn 9. Júní kl. 15:00.
Lesa meira

Stýrihópur býður til skólafundar

Stýrihópur um sameiningu eða aukið samstarf Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis býður til skólafundar með starfsfólki skólans, nemendum og forráðamönnum í skólastofunni B6 í Keili þriðjudaginn 23. maí kl. 16:00.
Lesa meira