25.03.2022
Keilir hóf starfsemi vorið 2007 og fagnar því 15 ára afmæli í ár. Í tilefni þess verður opið hús í okkar frábæru aðstöðu í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú þann 2. apríl næstkomandi. Húsið verður opið gestum og gangandi á milli kl. 13.00 – 15.00 og verður fjölbreytt dagskrá, kynningar á námsframboði ásamt léttum veitingum á boðstólnum.
Lesa meira
17.01.2022
Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs hélt hátíðlega athöfn í Hljómahöll í síðustu viku í tilefni útskriftar frá Háskólabrú og Heilsuakademíu Keilis. Háskólabrú útskrifaði 58 nemendur og Heilsuakademía útskrifaði 11 nemendur úr fótaaðgerðafræði. Frá upphafi hafa nú samtals 4.221 einstaklingur útskrifast úr námi við skóla miðstöðvarinnar. Af sóttvarnarástæðum var athöfnin aðeins opin fyrir útskriftarnemendur sem allir þurftu að framvísa vottorði um neikvætt hraðpróf eða nýlega covid-19 sýkingu (eldri en 14 daga og yngri en 180 daga).
Lesa meira
12.01.2022
Föstudaginn 14. janúar næstkomandi fer fram útskrift nemenda úr Háskólabrú og fótaaðgerðafræði frá Heilsuakademíu Keilis.
Lesa meira
30.12.2021
Starfsfólk og kennarar Keilis þakka kærlega fyrir árið sem er að líða. Við óskum nemendum, vinum og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Lesa meira
30.12.2021
Á dögunum var undirritaður þjónustusamningur á milli Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs og Bókasafns Reykjanesbæjar, um sérfræðiþjónustu á sviði bókasafns- og upplýsingafræða ásamt aðgangi að safnkosti og þjónustu Bókasafns Reykjanesbæjar fyrir nemendur á brautum Háskólabrúar og Menntaskólans á Ásbrú. Markmið samningsins er að auka þjónustu við nemendur, efla upplýsingalæsi nemenda og bjóða upp á skilvirka þjónustu með gagnvirkum hætti.
Lesa meira
22.12.2021
Við hjá Keili óskum nemendum, starfsfólki og samstarfsaðilum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Lesa meira
04.11.2021
Alexandra Tómasdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Keilis, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs og hefur hún þegar hafið störf.
Lesa meira
03.11.2021
Þorsteinn Sürmeli og Vendinámssetur Keilis standa fyrir hlaðvarpinu Kennarastofan en þar er fjallað um nám og kennslu í breyttum heimi. Að þessu sinni er spjallað við Sigrúnu Svöfu Ólafsdóttur, kennara og kennsluráðgjafa á Menntasviði Keilis, um nýjar leiðir til að bæta kennslu sína og annarra.
Lesa meira
27.10.2021
Nanna Kristjana Traustadóttir hefur verið ráðin skólameistari/framkvæmdastjóri Keilis. Nanna hefur lokið M.Sc. gráðu í tvíþættu kandidatsnámi með efnafræði sem aðalgrein og sálfræði sem aukagrein frá Aalborg Universitet í Danmörku. Hún er auk þess með viðbótardiplómu í kennslufræðum frá Háskóla Íslands og réttindi til að starfa sem grunn- og framhaldsskólakennari.
Lesa meira
12.10.2021
Vendinámssetur Keilis leiðir nýtt fjölþjóðlegt verkefni sem snýr að góðum starfsvenjum í evrópsku skólakerfi á tímum Covid. Fyrsti fundur verkefnisins fór fram í Danmörku um miðjan október 2021 en þar fengu þátttakendur tækifæri á að kynnast niðurstöðum danskra rannsókna um áhrif heimsfaraldursins í skólakerfinu.
Lesa meira