Fara í efni

Fréttir

Jólakveðja frá Keili

Starfsfólk og kennarar Keilis þakka kærlega fyrir árið sem er að líða. Við óskum nemendum, vinum og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Lesa meira

Námskeið um stafræna markaðssetningu

Nýsköpunarakademía ferðaþjónustunnar, í samstarfi við Keili, Markaðsstofu Reykjaness og Íslenska ferðaklasann, bjóða upp á opið námskeið um stafræna markaðssetningu með Davíð Lúther, framkvæmdastjóra Sahara.
Lesa meira

Ríki og sveitarfélög leggja Keili til aukið hlutafé og stuðning

Samkvæmt tillögum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins mun ríkissjóður leggja til 190 milljónir í nýtt hlutafé til Keilis og eignast þannig meirihluta í skólanum. Er samkomulagið háð því að sveitarfélögin á Suðurnesjum leggi til sambærilega upphæð í formi hlutafjár til Keilis og verður hagaðilum kynnt sú ráðstöfun í næstu viku.
Lesa meira

Inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði

Námskeiðið gengur út á að koma þátttakendum í gegnum inntökupróf Háskóla Íslands í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði. Skráning fyrir vorið 2021 er hafin.
Lesa meira

Hagnýt námskeið fyrir ferðaþjónustuna í boði frá janúar 2021

Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika ferðaþjónustu hérlendis og erlendis eru mýmörg tækifæri sem tengjast menntun, endurmenntun og þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Keilir hefur því á undanförnum mánuðum unnið að gerð fjölbreyttra ferðaþjónustutengdra námskeiða sem verða í boði frá og með janúar 2021.
Lesa meira

Ída Jensdóttir nýr fjármálastjóri Keilis

Ída Jensdóttir hefur verið ráðin nýr fjármálastjóri Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs.
Lesa meira

Skólahald með breyttu sniði vegna COVID-19

Þriðjudaginn 3. nóvember tekur gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi vegna kórónuveirufaraldursins. Nám á vegum Keilis mun því fara fram í fjarnámi eins og við verður komið. Lögð er áhersla á daglega sótthreinsun í húsnæði Keilis en gestakomur þangað eru bannaðar.
Lesa meira

Atvinnuauglýsing: Enskukennari við Menntaskólann á Ásbrú

Menntaskólinn á Ásbrú óskar eftir að ráða kennara í ensku. Umsóknarfrestur er til og með 9. nóvember 2020.
Lesa meira

Atvinnuflugnám fjölmennasta námslínan við Keilir

Ríflega þúsund einstaklingar stunda nám við skóla Keilis á yfirstandandi skólaári. Fjölmennasti skólinn er Háskólabrúin en fjölmennasta námslínan er þó atvinnuflugnám Flugakademíu Íslands.
Lesa meira

Keilir í tölum

Í dag, 20. október er alþjóðlegi tölfræðidagurinn sem tölfræðideild efnahagssviðs Sameinuðu þjóðanna stendur fyrir og er haldinn hátíðlegur á fimm ára fresti. Keilir lætur sitt ekki eftir sitja við fögnuð á tölfræðinni og höfum við birt alla gildandi tölfræði um nemendahóp okkar hér á síðunni.
Lesa meira