17.08.2020
Keilir brautskráði 21 nemanda af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar föstudaginn 14. ágúst 2020. Með útskriftinni hafa alls 186 nemendur lokið Háskólabrú á þessu ári og samtals yfir 2.000 nemendur frá fyrstu brautskráningu Háskólabrúar Keilis árið 2008.
Lesa meira
14.08.2020
Samtals brautskráðust 42 nemendur frá Keili við hátíðlega athöfn föstudaginn 14. ágúst síðastliðinn. Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis, flutti ávarp og stýrði athöfninni, en vegna aðgangstakmarkanna var athöfnin send út í beinu streymi. Hægt er að nálgast upptöku af útskriftinni á YouTube rás Keilis.
Lesa meira
13.08.2020
Föstudaginn 14. ágúst næstkomandi fer fram brautskráning nemenda úr Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar og ÍAK einkaþjálfaranámi. Útskriftin fer fram kl. 15:00 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Lesa meira
14.07.2020
Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands hafa sameinast í stærsta flugskóla á landinu undir nafninu Flugakademía Íslands. Skólinn er einn sá öflugasti á Norðurlöndunum, með á annan tug kennsluvéla og fullkomna flugherma auk þess að bjóða upp á verklega aðstöðu á alþjóðaflugvellinum í Keflavík og á Reykjavíkurflugvelli.
Lesa meira
30.06.2020
Keilir, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) og Eignarhaldsfélag Suðurnesja hafa undirritað verk- og þjónustusamning um uppbyggingu nýs frumkvöðla- og rannsóknarseturs.
Lesa meira
29.06.2020
Skrifstofa Keilis verður lokuð frá og með mánudeginum 29. júní til og með mánudagsins 3. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks.
Lesa meira
16.06.2020
Starfsfólk Háskólabrúar og námsráðgjafar Keilis vinna þessa dagana úr umsóknum og eru allir umsækjendur sem uppfylla skilyrði boðaðir í persónuleg inntökuviðtöl. Vegna mikils fjölda umsókna í Háskólabrú Keilis biðjum við umsækjendur um að sýna biðlund á meðan unnið er úr umsóknum.
Lesa meira
15.06.2020
Keilir og Háskóli Íslands bjóða í haust upp á fagháskólanám í leikskólafræðum fyrir starfsfólk leikskóla á Suðurnesjum. Um er að ræða starfstengt og hagnýtt nám á háskólastigi. Umsóknarfrestur er til 22. júní.
Lesa meira
13.06.2020
Keilir útskrifaði samtals 209 nemendur við hátíðlega athöfn í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ, föstudaginn 12. júní 2020 og er þetta lang stærsta brautskráning nemenda skólans frá upphafi. Samtals hafa nú 3.858 nemendur lokið námi við deildir skólans sem var stofnaður á Ásbrú í Reykjanesbæ í maí 2007.
Lesa meira
11.06.2020
Föstudaginn 12. júní næstkomandi fer fram útskrift nemenda úr atvinnuflugi, Háskólabrú og ÍAK styrktarþjálfun. Útskriftin fer fram kl. 15:00 í Hljómahöll í Reykjanesbæ.
Lesa meira