21.04.2021
Nemendur á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð eru þessa dagana að hefjast handa við lokaverkefni í tölvuleikjagerðaráfanga annarinnar. Verkefnið miðar að því að veita nemendum þjálfun í því að vinna verk fyrir viðskiptavin og er kúnninn að þessu sinni Vinnuverndarskóli Íslands.
Lesa meira
19.04.2021
Keilir tekur þátt í ERASMUS+ samstarfsverkefni við skóla og ferðaþjónustuaðila á Ítalíu og Tyrklandi undir heitinu RARE R.O.U.T.E.S. sem miðar að því að leiða saman færni og þekkingu nemenda í ferðaþjónustu við menningararf, umhverfismál og þá samfélagslegu arfleifð sem ferðaþjónustuaðilar styðjast við og nýta sér á ákveðnum svæðum.
Lesa meira
16.04.2021
Vendinámssetur Keilis kemur að þróun raungreinabúða fyrir ungt fólk í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Þekkingarsetrið í Sandgerði og GeoCamp Iceland.
Lesa meira
14.04.2021
Vendinámssetur Keilis heldur utan um nýtt fjölþjóðlegt verkefni sem snýr að góðum starfsvenjum í evrópsku skólakerfi á tímum Covid. Verkefnið, sem er styrkt af Menntaáætlun Evrópusambandsins, er til tveggja ára og er unnið í samstarfi átta skóla og fræðslustofnana í sex Evrópulöndum.
Lesa meira
08.04.2021
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í öllum skólum Keilis, umsóknarfrestir eru mismunandi eftir skólum en við hvetjum áhugasama til þess að sækja um tímalega.
Lesa meira
07.04.2021
Þorsteinn Sürmeli og Vendinámssetur Keilis standa fyrir hlaðvarpinu Kennarastofan en þar er fjallað um nám og kennslu í breyttum heimi. Að þessu sinni er spjallað við Helgu Birgisdóttur um kennslu á tímum samkomutakmarkana, en hún er aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ og íslenskukennari í Tækniskólanum.
Lesa meira
05.04.2021
Slakað verður á samkomutakmörkunum í skólum eftir páska og getur staðnám hafist að nýju á öllum skólastigum með ákveðnum takmörkunum í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.
Lesa meira
24.03.2021
Vegna hertra sóttvarnarráðstafanna verður öllu skólahúsnæði Keilis, Menntaskólans á Ásbrú og Flugakademíu Íslands lokað frá og með fimmtudeginum 25. mars og færist öll kennsla á vegum skólans yfir í fjarnám um leið.
Lesa meira
24.03.2021
Katrín Ósk Jóhannsdóttir er fyrsti aðilinn sem fær aðstöðu í frumkvöðlasetrinu Eldey, en það opnaði formlega í byrjun mars í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Það er óhætt að segja að Katrín hefur strax vakið verðskuldaða athygli og birtist viðtal við hana í Morgunblaðinu á dögunum þar sem hún sagði frá verkefninu sem hún vinnur að.
Lesa meira
21.03.2021
Keilir - miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs er þessa dagana að framkvæma könnun í því skyni að öðlast betri skilning á námsþörfum innflytjenda sem búsettir eru á Íslandi.
Lesa meira