Fara í efni

Fréttir

Sumarnámskeið um útivist og ævintýraferðamennsku

Keilir býður upp á fimm daga sumarnámskeið í ævintýraferðamennsku fyrir hressa krakka á aldrinum 13 - 15 ára. Skemmtilegt og nýstárlegt námskeið, þar sem þátttakendur yfirgefa þægindaramma heimilisins og eyða tímanum þess í stað umlukin náttúrunni, þar sem þau læra nýja færni og þekkingu á útivist, ásamt því að skemmta sér og upplifa ný ævintýri með jafnöldrum sínum.
Lesa meira

Aðalfundur Keilis 2019

Aðalfundur Keilis verður haldinn kl. 15:45 þriðjudaginn 21. maí í aðalbyggingu skólans að Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hefðbundin aðalfundarstörf. Allir velkomnir.
Lesa meira

Forsetahjónin í Keili

Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, komu í opinbera heimsókn í Reykjanesbæ í byrjun maí. Þau litu við í Keili og fengu kynningu á starfsemi skólans, meðal annars nýjungum í kennsluháttum og námsumhverfi, auk kynningar á námsbrautum skólans.
Lesa meira

Flugbúðir fyrir ungt fólk sumarið 2019

Flugakademía Keilis býður upp á flugbúðir fyrir ungt fólk og aðra áhugasama um flug dagana 11. - 13. júní 2019. Á námskeiðinu er farið yfir allt það áhugaverðasta og skemmtilegasta sem kennt er í flugtengdum fögum. Þátttakendur fá innsýn inn í áhrif veðurs á flug, hvernig flugvélar eru uppbyggðar og hvernig þær fljúga.
Lesa meira

Námskynning á Ísafirði

Keilir verður með opinn kynningarfund um námsframboð skólans föstudaginn 26. apríl kl. 17 - 18 í Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði að Suðurgötu 12. Allir velkomnir.
Lesa meira

Keilir á Starfamessu á Selfossi

Keilir verður með kynningu á námsframboði skólans á Starfamessu á Selfossi, miðvikudaginn 10. apríl næstkomandi. Við kynnum sérstaklega nýtt nám til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð í Menntaskólanum á Ásbrú, atvinnuflugnám og leiðsögunám í ævintýraferðamennsku.
Lesa meira

Keilir opnar starfsstöð fyrir flugnám á Sauðárkróki

Flugakademía Keilis hefur opnað starfsstöð fyrir nemendur í verklegu atvinnuflugnámi á Alexandersflugvelli í Skagafirði. Bæði nemendur og kennarar sem hafa undanfarið verið staðsettir á Sauðárkróki eru yfir sig ánægðir með bæði innviði og aðstöðu til flugnáms í Skagafirði, en þar eru kjöraðstæður til verklegrar flugkennslu.
Lesa meira

Kynning á atvinnuflugnámi á Sauðárkróki

Vegna aukinna umsvifa Flugakademíu Keilis í Skagafirði, verðum við með opinn kynningarfund á atvinnuflugmannsnámi á Alexandersflugvelli á Sauðárkróki, fimmtudaginn 7. mars kl. 12 - 13.
Lesa meira

Námskynning á Akureyri

Við verðum með opinn kynningarfund um námsframboð Keilis þriðjudaginn 5. mars kl. 17:00 á Hótel KEA í Hafnarstræði á Akureyri.
Lesa meira

Námskynning á Sauðárkróki

Við verðum með opinn kynningarfund um námsframboð Keilis mánudaginn 4. mars kl. 20:00 í Farskólanum á Sauðárkróki. Við leggjum áherslu á að þetta verði létt spjall þar sem þú getur fengið upplýsingar um námsframboð skólans bæði í staðnámi og fjarnámi.
Lesa meira