Fara í efni

Fréttir

Útskrift úr deildum Keilis í júní 2019

Föstudaginn 14. júní næstkomandi fer fram útskrift nemenda úr atvinnuflugi, Háskólabrú, ævintýraleiðsögn og ÍAK einka- og styrktarþjálfun.
Lesa meira

Hvernig er Keilir öðruvísi skóli?

Nemendur eiga ekki að þurfa að aðlaga sig að gamaldags skólastofum og úreltum kennsluháttum. Skólinn á að laga sig að þörfum og kröfum nútíma nemenda. Það reynum við að gera í Keili í nánu samstarfi skólastjórnenda, kennara og nemenda.
Lesa meira

Áhafnasamstarf (MCC)

Til að flugmaður geti starfað af öryggi í flugvél sem þarfnast tveggja flugmanna (fjölstjórnarflugvél) þarf hann að læra nýjar venjur og nýjar reglur. Starfsreglur um borð í slíkum vélum eru ólíkar því sem menn hafa vanist í flugvélum sem einungis krefjast eins flugmanns. Þetta námskeið er hannað til að undirbúa flugmenn fyrir þessa breytingu á starfsumhverfi þeirra.
Lesa meira

Flugbúðir fyrir ungt fólk í sumar

Flugakademía Keilis býður upp á flugbúðir fyrir ungt fólk og aðra áhugasama um flug dagana 11. - 13. júní 2019. Á námskeiðinu er farið yfir allt það áhugaverðasta og skemmtilegasta sem kennt er í flugtengdum fögum. Þátttakendur fá innsýn inn í áhrif veðurs á flug, hvernig flugvélar eru uppbyggðar og hvernig þær fljúga.
Lesa meira

Fullkomnar kennsluvélar á Flugdeginum 2019

Árlegur Flugdagur á Reykjavíkurflugvelli verður haldinn laugardaginn 1. júní næstkomandi. Flugakademía Keilis / Flugskóli Íslands tekur þátt í sýningunni í ár og verðum við með nokkrar af kennsluvélum skólans til sýnis fyrir gesti dagsins.
Lesa meira

Fjölmenni við síðustu útskrift Flugskóla Íslands

Flugskóli Íslands útskrifaði alls 55 nemendur úr atvinnuflugnámi skólans við hátíðlega athöfn í Háskólabíó þann 22. maí síðastliðinn. Var þetta jafnframt síðasta útskrift Flugskóla Íslands, einum elsta starfandi flugskóla landsins, en Keilir keypti rekstur hans fyrr á árinu.
Lesa meira

Sumarnámskeið um útivist og ævintýraferðamennsku

Keilir býður upp á fimm daga sumarnámskeið í ævintýraferðamennsku fyrir hressa krakka á aldrinum 13 - 15 ára. Skemmtilegt og nýstárlegt námskeið, þar sem þátttakendur yfirgefa þægindaramma heimilisins og eyða tímanum þess í stað umlukin náttúrunni, þar sem þau læra nýja færni og þekkingu á útivist, ásamt því að skemmta sér og upplifa ný ævintýri með jafnöldrum sínum.
Lesa meira

Aðalfundur Keilis 2019

Aðalfundur Keilis verður haldinn kl. 15:45 þriðjudaginn 21. maí í aðalbyggingu skólans að Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hefðbundin aðalfundarstörf. Allir velkomnir.
Lesa meira

Forsetahjónin í Keili

Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, komu í opinbera heimsókn í Reykjanesbæ í byrjun maí. Þau litu við í Keili og fengu kynningu á starfsemi skólans, meðal annars nýjungum í kennsluháttum og námsumhverfi, auk kynningar á námsbrautum skólans.
Lesa meira

Flugbúðir fyrir ungt fólk sumarið 2019

Flugakademía Keilis býður upp á flugbúðir fyrir ungt fólk og aðra áhugasama um flug dagana 11. - 13. júní 2019. Á námskeiðinu er farið yfir allt það áhugaverðasta og skemmtilegasta sem kennt er í flugtengdum fögum. Þátttakendur fá innsýn inn í áhrif veðurs á flug, hvernig flugvélar eru uppbyggðar og hvernig þær fljúga.
Lesa meira